Fara í efni

Fréttir

Blóm í bæ - GRÆNA BYLTINGIN

Helgina 14. - 17. júní 2019 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í áttunda sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Fallegir garðar verða til sýnis, sögugöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira.

Hjólum í sumar

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2019 hefjist í sautjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 8. - 28. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 24. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.

Það er tilvalið að við öll hjólum í skóla og vinnu og stuðlum að vistvænum lífsstíl. Síðan getur fjölskyldan farið saman í hjólatúr saman um helgar.

Starfsmenn bæjarins fá frítt í sund

Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að veita starfsmönnum Hveragerðisbæjar gjaldfrjálsan aðgang að Sundlauginni Laugaskarði frá 1. júní nk. samkvæmt vinnureglum.

Getum við bætt efni síðunnar?