Blóm í bæ - GRÆNA BYLTINGIN
Helgina 14. - 17. júní 2019 verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í áttunda sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.
Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu. Fallegir garðar verða til sýnis, sögugöngur, markaðir, tónlistaratriði og margt, margt fleira.