Fara í efni

Sumardagurinn fyrsti 2019

Fjölbreytt dagskrá verður í Hveragerði á sumardaginn fyrsta þar sem hvergi er betra að fagna sumarkomu.
Veitingastaðir, garðyrkjustöðvar, verslanir og aðrir bjóða gesti velkomna en dagskrá dagsins er fjölbreytt:

Sundlaugin Laugaskarði er opin frá kl 10:00 – 17:30

50 m útilaug, heitir pottar, gufubað, heilsustígur, líkamsrækt og þrælerfið þrautabraut í lauginni fyrir börn á öllum aldri. Komið, syndið 200 m og njótið.

Morgunverður í boði fyrir sundgarpa og alla hina.

Kl. 10:30 Tónleikar með Karlakór Hveragerðis á sundlaugarbakkanum.

Ljóð í laug
Ljóð til lestrar og yndisauka fyrir laugargesti.

Hveragerðiskirkja

Verið velkomin til fjölskyldumessu á sumardaginn fyrsta kl. 11 í samstarfi við Skátafélagið Strók. Það verður létt yfir og mikið sungið. Eftir messuna bjóða skátarnir uppá rjúkandi súpu í skátaheimilinu.
Njótum saman góðrar og gefandi stundar.

Listasafn Árnesinga, opið frá kl. 12 - 18

Sýningin Mismunandi endurómun er verkefni sem mótað var af sex myndlistarmönnum sem allir búa og starfa í Þýskalandi eftir að hafa lokið þar myndlistarnámi.
Listamennirnir eru Annette Wesseling, Ekkehard Neumann, Friedhelm Falke og Nikola Dimitrov sem eru fædd og uppalin í Þýskalandi, Elly Valk-Verheijen sem er fædd og uppalin í Hollandi og Sigrún Ólafsdóttir sem er fædd á Íslandi og ólst upp á Selfossi.
Leiðir þeirra höfðu skarast á vettvangi myndlistar í Þýkalandi og þau þekktu vel verk og vinnubrögð hvert annars sem lagði traustan grunn að samstarfi.
Sameiginlega mótuðu þau sýningarhugmynd þar sem lykilstefið var að ná fram gagnvirkum endurómi verkanna á milli og láta þau kallast á við ólíka sýningarstaði á víðum vettvangi.

Flugdrekasmiðja Frá 14-16

!img(2)

Sumardagurinn fyrsti á Garðyrkjuskólanum

Garðyrkjuskólinn verður opinn fyrir gesti og gangandi á 80 ára starfsafmæli skólans. Fullt af skemmtilegum viðburðum og ferskt grænmeti til sölu.

  • Glæný uppskera af hnúðkáli, grænkáli og gulrótum
  • Grænmetismarkaður; beint frá bónda
  • Garðplöntu og blómasala
  • Verkefni nemenda verða til sýnis í verknámshúsi skrúðgarðyrkju
  • Torfbæir til sýnis á útisvæði skólans
  • Ketilkaffi hitað úti yfir eldi og krökkum boðið að grilla sykurpúða
  • Stærsta bananaplantekra Evrópu verður til sýnis
  • Ratleikur og andlitsmálning fyrir börnin
  • Hestaferðir með Sólhestum frá kl 10-16:00
  • Kynning á býflugnarækt og býflugnabú til sýnis frá kl 12-16:00
  • Krakkarnir fá að sá salatfræum og taka með heim
  • Básar kynna og selja allskonar vörur
  • Hlutavelta með vinningi á hverjum miða, hefst kl. 10:30
  • Pylsur, gos og ís í verknámshúsi
  • Nýbakaðar vöfflur, heitt kakó og kaffi
  • og margt margt fleira

Einnig verður sérstök hátíðardagskrá sem hefst kl 13:30.

Húsið opnar klukkan 10:00 og er opið til klukkan 17:00.

Komdu og blómstraðu með okkur á nýju sumri.
Allir velkomnir og frír aðgangur!


Síðast breytt: 12. apríl 2019
Getum við bætt efni síðunnar?