Fara í efni

Íþrótta og ævintýra námskeið Hveragerðisbæjar !


Fyrir öll börn fædd 2008-2013 Tveir aldurshópar, 5-7 ára og 8-11 ára

Námskeið 1: 3.júní - 7.júní og 11. - 14. júní (9 dagar)

Námskeið 2: 18.júní - 21.júní og 24. - 28. júní (9 dagar)

Námskeið 3: 1.júlí - 5.júlí og 8. - 12. júlí (10 dagar)

Námskeið 4: 15.júlí - 19.júlí og 22. - 26. júlí (10 dagar)

Námskeið 5: 29.júlí - 1.ágúst og 6. - 9. ágúst (8 dagar)

Námskeiðsgjöld

15.000 kr. (frá kl. 8:00–16:00)

7500 kr. (frá kl. 9:00–12:30, með hádegismat)

5500 kr. ( frá kl. 13.00-16:00)

5000 kr. (Börn fædd 2013)

2500 kr. (aukavistun til 17:00)

Systkinaafsláttur; 2. barn 50%, 3. barn 75%. Hægt er að kaupa auka vistun til kl 17.00 fyrir 2500 kr. Börn fædd 2013 greiða aðeins fæðisgjald kr. 5000. Fullt fæði er innifalið í námskeiðsgjaldinu þar sem áhersla er lögð á hollt, næringarríkt og fjölbreytt fæði. Hafragrautur í morgunmat, heitur matur í hádegi og síðdegishressing.

Áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, leiklist, sköpun og fróðleik. Á dagskrá eru m.a. óhefðbundnir íþróttaleikar, útieldun, lautarferð, leiklistaræfingar, fjallganga, verkefni á Listasafninu og heimsóknir í Hamarshöllina, söfn og fyrirtæki.
Mæting á Frístundaheimilið Bungubrekka, Breiðumörk 27a, sími: 483-4095

Skráning á Bæjarskrifstofu Hveragerðis eða á mottaka@hveragerdi.is

Við skráningu þarf að koma fram þessar upplýsingar:
Nafn og kennitala foreldra og barns.
Heimili,sími,tölvupóstur.
Númer hvaða námskeið,frá kl hvað til kl hvað.
Gæsla til 17(já/nei).

Breiðumörk 20 Sími:483-4000 mottaka@hveragerdi.is


Síðast breytt: 2. maí 2019
Getum við bætt efni síðunnar?