Fara í efni

Fréttir

Dagskrá Blóm í bæ – græna byltingin 14.-17. júní

Í tilefni af viðburðinum, Blóm í bæ, eru í Hveragerði 30 faglærðir blómaskreytar: Íslendingar, Hollendingar, Belgar, Norðmenn og nemar á blómaskreytingarbraut LBHÍ. Þeir vinna hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem prýða aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn. Frá Fossflötinni upp Varmárgil taka Land Art skreytingar við. Þær eru unnar úr náttúruefnum sem eru í nærumhverfinu og eyðast þær í náttúrunni með tímanum.

Njótum, skoðum og upplifum.

Hagnaður 8. árið í röð

Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2018 er jákvæð sem nemur 59,7 m.kr.

Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012.

Þetta líður hjá! Listaverk unnið á staðnum

Stærðar steini eða bjargi verður komið fyrir við bakka Varmár þar sem áin rennur flesta daga lygn og falleg. Skilti yrði komið upp til hliðar þar sem segir „Þetta líður hjá“ með vísun til þess að líkt og áin sem lygn líður hjá þá munu vandamál viðkomandi sem gætu í augnablikinu virst óyfirstíganleg líða hjá !

Fjölskylduganga barnanna

Ferðafélag barnanna skipuleggur skemmtilega göngu á Hamarinn þann 13. júní næstkomandi.

Lóðum verður úthlutað í Kambalandi á árinu

Framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í Kambalandi sem liggur vestast í bæjarfélaginu. Þar mun á haustmánuðum verða úthlutað lóðum fyrir fjölbreytta byggð, einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlishúsa.

Getum við bætt efni síðunnar?