Fara í efni

Fjölskylduganga barnanna

Tilkynning frá Ferðafélagi barnanna á Suðurlandi

Jæja þá er komið að fyrstu göngu sumarsins sem er jafnframt sú fyrsta hjá okkur í nýstofnuðu Ferðafélagi barnanna á Suðurlandi.

Við ætlum að hittast á bílastæðinu við íþróttahúsið í Hveragerði og hefjum við gönguna þar. Göngum meðfram Varmá, upp Hamarinn og komum niður hjá skógræktinni.

Listi yfir það sem gott er að hafa meðferðis

*Mikilvægt að smyrja gott ,,uppáhalds" nesti barnanna og sniðugt að hafa td súkkulaðirúsínur og hnetur saman í poka til að narta í á leiðinni. Það er mikið sport :)
*Góðir skór og föt eftir veðri, athugið að það er alls ekki mikilvægt að eiga gönguskó, góðir íþróttaskór geta vel gengið.
*Vatn
*Góða skapið og gleðina

Að sjálfsögðu gefum við okkur góðan tíma í gönguna, skoðum náttúruna og kannski leynast einhver tröll sem hafa orðið að steinum? skordýr, álfar eða eitthvað sniðugt á vegi okkar, hver veit?
Við finnum góðan stað fyrir rúsínupásu og nestispásu og tökum að sjálfsögðu toppamynd af okkur með Íslenska fánanum :)

Öll börn velkomin ásamt foreldrum nú eða ömmu og afa? um að gera að draga þau með

Ég hvet ykkur foreldra til að kíkja á heimasíðuna hjá ferðafélagi barnanna á Íslandi, margt fróðlegt þar að finna um fjallgöngur með börnum.

https://www.fi.is/is/ferdafelag-barnanna

Ég minni á að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna í þessum göngum.

Hlakka til að sjá ykkur vonandi sem flest :)

Kv.Díana


Síðast breytt: 22. maí 2019
Getum við bætt efni síðunnar?