Fréttir
Vinningshafar í jólagluggaleiknum
Fjölskyldan í Dalsbrún 6, voru vinningshafar í jólagluggaleiknum en dregið var úr innsendum lausnum í byrjun janúar.
Hamingjuóskir til fjölskyldunnar.
Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði
Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu
Álagningarprósentur hafa verið lækkaðar verulega í Hveragerði til að koma til móts við hækkað fasteignamat. Endurspeglar hækkað fasteignamat hversu mjög fasteignaverð hefur hækkað í Hveragerði og þar með hversu mjög verðmæti húseigna bæjarbúa hefur aukist að undanförnu. Bæjarstjórn samþykkti einróma að minnka áhrif þessarar hækkunar og lækka álagningarprósentur fasteignagjalda verulega fyrir árið 2019.
Flokkun úrgangs er forgangsmál
Aukin flokkun úrgangs hefur algjöran forgang í starfi sveitarfélaga á Suðurlandi næstu mánuði, enda er vönduð flokkun forsenda þess að hægt sé að lágmarka magn og kostnað vegna úrgangs sem senda þarf utan til brennslu.
Undirbúningur fyrir útflutning brennanlegs úrgangs frá Suðurlandi er kominn í fullan gang, í framhaldi af því að SORPA hefur hafnað beiðni Sorpstöðvar Suðurlands um tímabundna móttöku úrgangs til urðunar í Álfsnesi. Þessi breytta staða gerir það að verkum að nú verður enn mikilvægara en fyrr að úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum á svæðinu verði flokkaður eins mikið og hægt er og komið í endurvinnslu.
Lífshlaupið 6. feb 2019
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Fréttatilkynning frá Sorpstöð Suðurlands
Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.
Vinningshafi í jólaorðaleiknum
Í jólagluggum bæjarins voru orð og setningar sem mynduðu gamla jólavísu eftir Jóhannes úr Kötlum.
Vísan heitir Jólakötturinn
Þið kannist við jólaköttinn
Sá var köttur gríðarstór.
Fólk vissi ekki hvaðan hann kom
Eða hvert hann fór.
Dregið var úr innsendum lausnum og var Berglind Matthíasdóttir, Dalsbrún 6 sú heppna og var hún með rétt heiti á vísunni.
Innilega til hamingju Berglind.
Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði
Hveragerðisbær þakkar öllum fyrir þátttökuna og fyrirtækjum fyrir velvild.