Fara í efni

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við bílaplan Hamarshallarinnar

Framkvæmdir eru hafnar við bílaplanið við Hamarshöll en það mun við framkvæmdina stækka til muna en óhætt er að segja að ekki muni af veita því umferð um planið er gríðarleg sérstaklega þegar fjölmenn íþróttamót eru í húsinu.

Sumarnámskeið fyrir börn 2019

Boðið verður uppá fjölbreytt og skemmtileg námskeið í sumar fyrir börn og eru félög í bænum að leggja lokahönd á undirbúning. Í lok vikunnar verður hægt að tilkynna um flest námskeiðin og tímasetningar á þeim þannig að foreldrar geti skipulagt sumarið.

Þeir sem hafa áhuga á að halda námskeið fyrir krakka í sumar er velkomið að hafa samband við menningar og frístundafulltrúa jmh@hveragerdi.is fyrir föstudaginn 17. maí.

Bæjarstjórn mótmælir skerðingu á tekjum

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað og mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um um það bil 3 milljarða á árunum 2020 og 2021

Bæjarráð fagnar lýðskólum

Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi til laga um lýðskóla og vonast til þess að með samþykkt laganna verði til grundvöllur sem geri að verkum að þetta skólaform verði almennara og viðurkenndara en verið hefur hér á landi

Þingfundur ungmenna

Þingfundur ungmenna 17. júní 2019

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á þeim brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Nánari upplýsingar um þingfundinn og umsókn um þátttöku er að finna á vef forsætisráðuneytisins http://for.is/ungthing

Getum við bætt efni síðunnar?