Framkvæmdir hafnar við bílaplan Hamarshallarinnar
Framkvæmdir eru hafnar við bílaplanið við Hamarshöll þar sem framundan er lagning bundins slitlags á hluta bílastæðanna, gerð stæða fyrir langferðabifreiðar auk frágangs á aðkomu og stæðum fyrir fatlaða.
Er hér um fyrsta hluta frágangs á bílastæðinu að ræða og því munu fleiri áfangar verða boðnir út á næstu árum en eins og flestum er kunnugt er bílastæðið afar stórt og því er hér um kostnaðarsama framkvæmd að ræða sem bæjarstjórn hefur ákveðið að skipta niður á nokkur ár.
Alls bárust 10 tilboð í verkið en það var fyrirtækið Arnon ehf sem var lægstbjóðandi í verkið en tilboð þeirra var 32.526.423,-. Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Verkís nam 35.577.900,-.
Verkinu miðar vel áfram eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en verklok eru áætluð í júní.