Fara í efni

Fréttir

Ný bæjarstjórn tekin til starfa

Ný bæjarstjórn hefur haldið sinn fyrsta fund. Samþykkt var að Eyþór H. Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Friðrik Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs. Ennfremur var samþykkt að Aldís Hafsteinsdóttir verði áfram bæjarstjóri.

Skemmtun okkur saman í sumar

Dagskrá sumarsins í Hveragerðisbæ er fjölbreytt og skemmtileg. Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir börn og unglinga og síðan fögnum við 80 ára afmæli sundlaugarinnar.

Móttaka á gleri við Sunnumörk

Nú er komin endurvinnslutunna fyrir gler í bæinn þar sem íbúar geta losað sig við glerílát sem ekki bera skilagjald. . Endurvinnslutunnan er staðsett á bílastæðinu við verslunarmiðstöðina í Sunnumörk og hentar því vel að grípa með sér gler sem þarf að henda í næstu verslunarferð.

Hreyfivika UMFÍ 28. maí - 3. júní

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Í okkar fallega umhverfi í Hveragerði er auðvelt að fara í göngu- eða hjólatúr. Fara inn í Skrúðgarð í leiki eða gera æfingar. Síðan er sundlaugin notaleg í svona vætutíð. Skólarnir í bænum leggja mikla áherslu á hreyfingu á vorin.

Það er tilvalið að fjölskyldan hreyfi sig saman á hverjum degi. Í sundlauginni liggja frammi HREYFI bingó spjöld sem tilvalið er að nálgast og skemmta sér saman við fjölbreyttar æfingar. Síðan smellið þið af ykkur mynd og setjið á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #minhreyfing.

Getum við bætt efni síðunnar?