Fara í efni

Fjölsóttur foreldrafundur


Í vetur hefur Heilsueflingarhópur Grunnskólans í Hveragerði unnið með og lagt áherslu á lífsleikni. Hópurinn vill efla foreldrasamstarf og stóð fyrir vel heppnuðum súpufundi þriðjudaginn 12. febrúar. Á fundinn kom Sigga Dögg kynfræðingur og fjallaði um kynheilbrigði og Hugrún Vignisdóttir sálfræðingur var með fræðslu um kynhlutverkin. Báðar höfðu þær komið áður og hitt nemendur á elsta stigi með svipaða fræðslu. Súpufundurinn var ákaflega vel sóttur og þökkum við foreldrum fyrir komuna.

Á myndinni má sjá Siggu Dögg flytja erindi sitt.


Síðast breytt: 18. febrúar 2019
Getum við bætt efni síðunnar?