Fara í efni

Opinn fundur um fyrirhuguð veggjöld


Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar stendur fyrir opnum fundi um veggjöld, fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 19:30 í Blómasalnum, Austurmörk 4 Hveragerði.

Mikil umræða hefur verið undanfarið í þjóðfélaginu um fyrirhuguð veggjöld sem gerð hefur verið tillaga um svo efla megi samgönguleiðir í landinu og sitt sýnist hverjum.

Það er mat okkar að frekari umræðu sé þörf í þjóðfélaginu um svo viðamiklar breytingar. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að boða til opins fundar og málið og jafnframt hefur verið leitað til valinkunnra einstaklinga um að hafa framsögu og sitja í pallborði fundarins. Þeir eru:

  • Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis
  • Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
  • Jón Gunnarsson, alþingismaður
  • Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður
  • Vilhjálmur Árnason, alþingismaður

Fundarstjóri verður Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í Hveragerði.

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í tvær klukkustundir frá kl. 19:30 til 21:30 og býðst öllum við háborðið að vera með framsögu en seinni hluti fundarins verði spurningar og svör.

Vonast er til að sem flestir Hvergerðingar sjá sér fært að mæta og ræða þetta mikilvæga mál.


Síðast breytt: 5. febrúar 2019
Getum við bætt efni síðunnar?