Íþróttamaður Hveragerðis 2018
Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona með Ítalska liðinu Roma, var kjörin íþróttamaður ársins 2018.
Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona með Ítalska liðinu Roma, var kjörin íþróttamaður ársins 2018.
Jólakveðja bæjarstjórnar og starfsmanna bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.
Hjálparsveit skáta í Hveragerði og Hveragerðisbær hafa undirritað samning vegna starfsemi félagsins sem tryggir að starfsemi þess verði áfram jafn öflug og verið hefur.
Afrakstur fjölsótts góðgerðardags þar sem börn og ungmenni seldu ýmsar vörur til styrktar Birtu Landssamtökum foreldra sem misst hafa börn sín var afhentur forsvarsmönnum félagsins á opnum gangasöng þann 17. desember. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri mætt á góðgerðardaginn og má með sanni segja að börn og ungmenni Hveragerðisbæjar hafi sýnt einstakan dugnað og framtakssemi sem án vafa á eftir að verða unga fólkinu okkar dýrmæt reynsla þegar fram líða stundir.
Hjálparsveit skáta Hveragerði kom færandi hendi á dögunum og gaf öllum börnum og starfsfólki leikskólans Óskalands í Hveragerði endurskinsvesti!
Framboð húsnæðis mun stóraukast strax á næsta ári en framkvæmdir eru hafnar eða við það að hefjast á 156 íbúðum í bæjarfélaginu. Á árinu 2019 munu þær íbúðir byrja að koma inná markaðinn þannig að ljóst er að íbúafjölgun verður veruleg á næstu misserum.
Á fundi Menningar-, íþrótta og frístundanefndar 10. desember 2018 var samþykkt hvaða listamenn fengju að dvelja í listhúsinu Varmahlíð árið 2019.
Við þökkum fyrir allar umsóknir en hér má sjá hvaða listamenn fengu úthlutun: