Fara í efni

Fréttir

Sérkjör í Strætó fyrir nema

Hvergerðingar sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt persónubundin strætókort á sérkjörum. Eru þeir sem það geta hvattir til að nýta sér þetta tilboð.

Hverahlíðarholan látin blása

Tilkynning frá Veitum

Áætlað er að setja holu HE-54 í Hverahlíð í blástur í dag eða strax á mánudaginn. Áætlað er að holan blási í um 5 daga. Alls eru þá tvær holur í blæstri í Hverahlíð en gert er ráð fyrir að hin holan, HE-61, verður í blæstri í um þrjár vikur í viðbót.

Velkomin á Blómstrandi daga

dagana 16. - 19. ágúst. Við bjóðum uppá frábæra tónlistarveislu og fjör alla helgina. Það er skemmtileg stemning þegar hin árlega bæjarhátíð er í bænum. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og margt í boði.

Umferðatafir vegna framkvæmda

Vegfarendur geta búist við lengri ferðatíma og miklum umferðartöfum á leið sinni um Suðurlandsveg á morgun, föstudag.

Upphaf skólastarfs Grunnskólans í Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði mun hefja starfsemi sína skólaárið 2018-2019 með starfsmannafundi þann 15. ágúst. Nemendur skólans mæti á skólasetningu þriðjudaginn 21. ágúst í samræmi við upplýsingar í meðfylgjandi skjali.

Getum við bætt efni síðunnar?