Íþróttamaður Hveragerðis 2018
Kristrún lék fyrri hluta árs með Ítalska liðinu Chieti þar sem hún var lykilleikmaður liðsins. Í vor kom hún til Íslands að spila með Selfoss í Pepsi deildinni. Hún var í mjög stóru hlutverki hjá Selfossi í sumar, spilaði 10 leiki og skoraði 2 mörk. Í lok sumars lá leiðin aftur til Ítalíu þar sem stórveldið Roma fékk hana til sín. Frá því í haust hefur hún spilað með þeim og staðið sig vel, en liðið er í sjötta sæti sterkustu deildar Ítalíu.
Það er orðinn fastur liður í jólahátíð Hvergerðinga að veita afreksfólki í íþróttum viðurkenningu fyrir unnin afrek á árinu og útnefna íþróttamann Hveragerðis. Það voru 9 í kjöri íþróttamanns Hveragerðis 2018 og fengu 25 viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.
Þeir íþróttamenn sem voru í kjöri til íþróttamanns ársins 2018 voru:
- Arnar Dagur Daðason, körfuknattleiksmaður ársins 2018
- Fannar Ingi Steingrímsson, golfari ársins 2018
- Hekla Björt Birkisdóttir, fimleikakona ársins 2018
- Helga Sóley Heiðarsdóttir, körfuknattleikskona ársins 2018
- Kristján Valdimarsson, blakmaður ársins 2018
- Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona ársins 2018
- Rakel Hlynsdóttir, lyftingakona ársins 2018
- Stefán Þór Hannesson, knattspyrnumaður ársins 2018
- Úlfar Jón Andrésson, íshokkímaður ársins 2018