Fara í efni

Vorsabær, athafnasvæði í Hveragerði

Vorsabær, athafnasvæði í Hveragerði, lýsing á deiliskipulagsáætlun.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. desember 2018 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Vorsabæ sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagslýsingin nær til reitanna „AT2” og „I1”, sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029. Lýsingin er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsreiturinn er á svæði sunnan Suðurlandsvegar og afmarkast af helgunarsvæði Búrfellslínu 2 til norðausturs, lóð skólphreinsistöðvar Hveragerðis til suðausturs, lóðum úr landi Öxnalækjar til suðvesturs og fyrirhuguðum tengivegi til norðvesturs. Á svæðinu er nú í gildi deiliskipulag sem nær til um 5,6ha en eftir breytingu þá verður deiliskipulagssvæðið samtals 9,1ha að flatarmáli.

Deiliskipulagslýsingin ásamt drögum af deiliskipulagi liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar. Einnig er hún aðgengileg á heimasíðu bæjarins.

Þeir sem vilja koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Athafnasvæði í Vorsabæ – Drög að deiliskipulagi Athafnasvæði í Vorsabæ – Deiliskipulagslýsing


Síðast breytt: 17. desember 2018
Getum við bætt efni síðunnar?