Fara í efni

Fréttir

Nýjar og endurbættar stefnur samþykktar

Á fundi menningar-, íþrótta og frístundanefndar þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn voru drög að menningarstefnu og íþrótta- og frístundastefnu samþykkt og lögð fyrir bæjarstjórn til álitsgerðar og samþykktar.




Bungubrekka skal húsið heita

Júlíana Hilmisdóttir varð hlutskörpust í samkeppni sem nýverið fór fram vegna nýja hússins þar sem Skólasel og Skjálftaskjól hafa starfsemi. Fékk húsið nafnið Bungubrekka.

Upplýsingar v/bilunar í Sundlauginni Laugaskarði

Vegna bilunar í gufuveitu hefur verið lítill hiti í pottum og laug í Sundlauginni Laugaskarði undanfarnar vikur. Það má búast við truflun á starfseminni næstu daga og jafnvel vikur. Suma daga er ágætur hiti í pottum og gufubaði en aðra allt kalt. Veitur ehf eru að bíða eftir að geta hreinsað gufuholu sem þjónar sundlauginni og fleiri fyrirtækjum og er það von okkar að það gerist á næstunni. En það þarf að vera um 10°C lofthiti til að vinna verkið til að gróðurhúsin kólni ekki um of. Því að mikil verðmæti liggja í húsinum.

Við þökkum laugargestum þolinmæðina í þessu ástandi en við segjum stundum að það sé Miðjarðarhafshiti á lauginni eða frá 20°C - 26°C. Margur sjósundsmaðurinn yrði kátur með það hitastig.

Getum við bætt efni síðunnar?