UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Í okkar fallega umhverfi í Hveragerði er auðvelt að fara í göngu- eða hjólatúr. Fara inn í Skrúðgarð í leiki eða gera æfingar. Síðan er sundlaugin notaleg í svona vætutíð. Skólarnir í bænum leggja mikla áherslu á hreyfingu á vorin.
Það er tilvalið að fjölskyldan hreyfi sig saman á hverjum degi. Í sundlauginni liggja frammi HREYFI bingó spjöld sem tilvalið er að nálgast og skemmta sér saman við fjölbreyttar æfingar. Síðan smellið þið af ykkur mynd og setjið á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #minhreyfing.