Fréttir
Velkomin á Blómstrandi daga
dagana 16. - 19. ágúst. Við bjóðum uppá frábæra tónlistarveislu og fjör alla helgina. Það er skemmtileg stemning þegar hin árlega bæjarhátíð er í bænum. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna og margt í boði.
Umferðatafir vegna framkvæmda
Vegfarendur geta búist við lengri ferðatíma og miklum umferðartöfum á leið sinni um Suðurlandsveg á morgun, föstudag.
Upphaf skólastarfs Grunnskólans í Hveragerði
Grunnskólinn í Hveragerði mun hefja starfsemi sína skólaárið 2018-2019 með starfsmannafundi þann 15. ágúst. Nemendur skólans mæti á skólasetningu þriðjudaginn 21. ágúst í samræmi við upplýsingar í meðfylgjandi skjali.
Sundlaugin opnar 1. ágúst
Framkvæmdir hafa gengið vel en opnun seinkar um nokkra daga eða til 1. ágúst.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem sundlaugargestir geta orðið fyrir vegna framkvæmdanna en „þolinmæði þrautir vinnur allar“.