Fara í efni

Fréttir

Sumri fagnað í blómabænum

Hvergi er meira viðeigandi að fagnað sé sumri og hækkandi sól en í sjálfum blómabænum Hveragerði. Fjöldi skemmtilegra viðburða er á dagskrá víða um bæjarfélagið en þó má segja að heimsókn í Garðyrkjuskólann sé án vafa einn af hápunktum dagsins en þar verðar umhverfisverðlaun bæjarins afhent við hátíðlega athöfn ásamt öðrum viðurkenningum klukkan 14:00.
Veitingastaðir, garðyrkjustöðvar og söfn bæjarins er opin gestum og ekki má gleyma Sundlauginni Laugaskarði. Kynnið ykkur dagskrá dagsins, komið og njótið.


Lóðir lausar til úthlutunar

Vakin er athygli á tveimur glæsilegum lóðum sem nú eru lausar til úthlutunar í Hveragerði. Önnur er einbýlishúsalóð við Þórsmörk en hin fyrir litið fjölbýli á horni Frumskóga og Varmahlíðar. Í báðum tilfellum er hér um góðar lóðir í grónum hverfum að ræða og einstakt tækifæri fyrir áhugasama húsbyggjendur.

Suðurlandsmeistarar í skák

Hópur ungra manna úr Grunnskólanum í Hveragerði urðu Suðurlandsmeistarar í skák nú nýverið. Bæjarstjórn óskar þeim innilega til hamingju með afrekið.

Getum við bætt efni síðunnar?