Fara í efni

Fréttir

Alheims hreinsunardagurinn 15. september

Gámasvæðið er opið og gjaldfrjálst á morgun, laugardag, í tilefni af Alheimshreinsunardeginum sem er stærsta hreinsunarátak sem jarðarbúar hafa orðið vitni að.

Lýðheilsugöngur í Hveragerði

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Hulda Svandís Hjaltadóttir verður göngustjóri í Hveragerði og hefst fyrsta gangan á miðvikudaginn 5. september.

Upphafsstaður göngunnar er við Íþróttahúsið í Hveragerði kl. 18:00

Göngur í Hveragerði:

  • 5. september Gengið með Varmá og Reykjafjalli
    1. september Gengið um skógræktina og Hamarinn
    1. september Hamarinn endilangur.
    1. september Gengið upp gömlu Kamba.

Sundlaugin lokuð í dag

Sundlaugin er lokuð fyrir almenning í dag, þriðjudaginn 4. september, vegna viðhaldsframkvæmdanna á efri hæð sundlauginarhússins.

Sérkjör í Strætó fyrir nema

Hvergerðingar sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu geta keypt persónubundin strætókort á sérkjörum. Eru þeir sem það geta hvattir til að nýta sér þetta tilboð.

Hverahlíðarholan látin blása

Tilkynning frá Veitum

Áætlað er að setja holu HE-54 í Hverahlíð í blástur í dag eða strax á mánudaginn. Áætlað er að holan blási í um 5 daga. Alls eru þá tvær holur í blæstri í Hverahlíð en gert er ráð fyrir að hin holan, HE-61, verður í blæstri í um þrjár vikur í viðbót.

Getum við bætt efni síðunnar?