Fara í efni

Fréttir

Leikur Hamars og KR á föstudag

Samkvæmt samkomulagi liðanna verður leik Hamars og KR í körfuknattleik kvenna flýtt um einn dag og verður nú föstudaginn 24. nóvember kl. 20.00 í stað laugardagsins 25. nóvember.

Senn koma jólin

Jólaundirbúningur í Hveragerðisbæ

Hið árlega jóladagatal Hvergerðinga, Jól í bæ, er tilbúið og verður borið út til bæjarbúa í lok vikunnar en þar eru upplýsingar um alla þá viðburði sem verða í boði í kringum jólahátíðina. Starfsmenn áhaldahúss eru í óðaönn að setja upp jólaseríur og jólaljósin í bænum farin að ljóma. Jólahátíðin „Jól í bæ“ er samstarfsverkefni allra sem í bænum búa og leggjum við metnað í að gera bæinn okkar sem hátíðlegastan með jólaljósum og skreytingum.
Jólapeysudagur okkar Hveragerðinga verður 15. desember og væri gaman að sem flestir taki fram jólapeysurnar eða setji jólaskraut á peysu þennan dag.

Jólaljósin tendruð á jólatré bæjarins

Fyrsta sunnudag í aðventu þann 3. desember verða jólaljósin tendruð á stóra jólatrénu í Smágörðunum. Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í skátaheimilinu og munu jólasveinar úr Reykjafjalli fá bæjarleyfi hjá Grýlu. Einnig syngur skólakór grunnskólans undir stjórn Dagnýjar Höllu. Um kvöldið verður aðventukvöld í Hveragerðiskirkju.

Getum við bætt efni síðunnar?