Fara í efni

Fréttir

Kristrún gengin til liðs við Roma

Fjöldi Hvergerðinga er að gera það gott víða um heim en einn af þeim er knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir sem nú hefur gengið til liðs við ítalska félagið AS Roma og mun leika með liðinu í ítölsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Viðhaldsvinna í íþróttamannvirkjum

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel á efri hæð sundlaugarhússins og er búið að reisa milliveggi og er verið að leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir. Íþróttahúsið hefur líka fengið hressilega andlitsupplyftingu og er salurinn nýmálaður í Hamars litunum.

Samið um tryggingar við VÍS

Umtalsverður sparnaður, eða um 2,5m.kr. náðist við útboð á vátryggingum bæjarfélagsins nú nýverið. VÍS var lægstbjóðandi og nú þegar hefur verið skrifað undir nýjan samning um vátryggingarnar.

Sundlaugin lokar frá 16. – 28. júlí

Kæru laugargestir

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel á efri hæð sundlaugarhússins. Næsta mánudag 16. júlí verður að skrúfa fyrir vatnið og hefst þá vinna við pípulagnir. Áætlað er að loka í 10 daga. Vonandi fáum við nokkra daga þurrk til að mála á útisvæði og þrífa laugarkerið. Sjáumst aftur í lok júlí.

Getum við bætt efni síðunnar?