Fara í efni

Fréttir

Gróður má ekki trufla umferð

Íbúar eru minntir á nauðsyn þess að klippa trjágróður sem vex út á gangstéttar og götur og veldur óþægindum og hættu fyrir umferð. Sérstaklega þurfa þeir sem búa á hornlóðum að gæta að því að gróður byrgi ekki sýn þeirra sem um gatnamótin fara.

Verði ekki orðið við nauðsynlegum aðgerðum þá mun umhverfisdeild klippa þar sem nauðsynlegt er og senda lóðarhafa reikning fyrir framkvæmdinni.


500 skátar í Hveragerði

Um 500 skátar víðsvegar að úr veröldinni munu dvelja í og við Hveragerði frá og með deginum í dag og fram að næstu helgi þar sem hluti af stærsta skátamóti sem haldið hefur verið á landinu mun fara fram hér í Hveragerði. Bæjarbúar munu án vafa verða varir við þennan stóra hóp enda munar um það þegar 20% bætist við íbúatöluna á einu bretti.

Til upplýsingar er rétt að geta þess að kvöldvökur verða í Lystigarðinum öll kvöld vikunnar en bæjarbúum er bent á að samkvæmt alþjóðlegum reglum skátahreyfingarinnar eru þær eingöngu fyrir mótsgesti.

Gestir mótsins inna af hendi ýmis störf bæði á svæði í kringum Landbúnaðarháskólann og eins í Lystigarðinum þar sem vinna á að grisjun og útplöntun nýrra trjáa og runna.

Það eru félagar í Skátafélaginu Stróki sem eiga veg og vanda af skipulagningu mótshlutans hér í Hveragerði og eiga þeir heiður skilinn fyrir elju og dugnað við það verk.


Upplýsingar um fráveitu

Rétt er að minna á að ekki er heimilt að veita nokkru því fráveituna, er valdið getur skemmdum á henni eða truflað rekstur hennar. Sérstaklega þurfa íbúar að vera vakandi fyrir því að mengandi efni fari ekki í regnvatslögnina Ekki á að þurfa að taka fram alla þá aðskotahluti sem ekki mega fara í salernið. En mikilvægt er að muna að í salernið á eingöngu að fara það sem það er hannað til að sinna!


Getum við bætt efni síðunnar?