Sumri fagnað í blómabænum
Skemmtileg dagskrá verður í Sundlauginni Laugaskarði en þar mun Karlakór Hveragerðis troða upp fyrir sundlaugargesti kl 11 og síðan verður boðið uppá sögugöngu frá sundlauginni kl. 12. Einnig er sumarjóga með Rakel í Skyrgerðinni kl. 12. Þrautabrautin verður opin í sundlauginni eftir hádegi fyrir þá spræku.
Það er tilvalið að skoða Jarðskjálftasýninguna í Sunnumörk og Hveragarðinn til kl. 13 en 10 ár eru í maí síðan að stóri skjálftinn skók Suðurland.
Það er sumarstemning í Listasafni Árnesinga en kl. 16 – 18 verður listasmiðja fyrir alla fjölskylduna og tilvalið að búa til grímur og fugla saman og skoða síðan sýninguna, Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign.
Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og þjónustuaðilar eru í bænum sem bjóða gesti velkomna til sín á sumardaginn fyrsta jafnt sem aðra daga.
Sumardagurinn fyrsti bæklingur
Velkomin í Hveragerði