Fréttir
Hreinsiborun á gufuholu - sundlaugin lokuð á föstudag
Nú er svo komið að Veitur verða að hreinsibora borholu HS-09 við Klettahlíð í Hveragerði. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða munu framkvæma þá borun í samstarfi við starfsmenn Veitna í Hveragerði.
Stefnt er að því að stilla upp bor og græjum á fimmtudag 15. mars og hreinsibora á föstudag 16. mars.
Það er von okkar að þessi aðgerð hjálpi til við að Sundlaugin Laugaskarði og gróðurhús í bænum fái næga gufu til að halda hita.
Sundlaugin er lokuð á morgun þegar hreinsunin fer fram en opið er í ræktina. Ekki er hægt að nota sturturnar.
Nýjar og endurbættar stefnur samþykktar
Á fundi menningar-, íþrótta og frístundanefndar þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn voru drög að menningarstefnu og íþrótta- og frístundastefnu samþykkt og lögð fyrir bæjarstjórn til álitsgerðar og samþykktar.
Getum við bætt efni síðunnar?