Fara í efni

Nýjar og endurbættar stefnur samþykktar

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar 2018 var bókað um íþrótta og frístundastefnu Hveragerðisbæjar:

Bæjarstjórn þakkar Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd metnaðarfulla vinnu við gerð íþrótta- og frístundastefnu bæjarins. Meginmarkmið bæjarstjórnar í málaflokknum er að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættrar lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Einnig að tryggja börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun, svo sem einelti, ofbeldi, klámvæðingu og notkun vímuefna. Íþrótta- og frístundastefnan samþykkt samhljóða með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Íþrótta- og frístundastefna Hveragerðisbæjar


Á fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar 2018 var bókað um menningarstefnu Hveragerðisbæjar:

Bæjarstjórn þakkar Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd metnaðarfulla vinnu við gerð menningarstefnu bæjarins. Tilgangur menningarstefnu Hveragerðisbæjar er að íbúar fái notið og geti tekið þátt í menningu og menningarstarfi. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar og jafnframt að vera virkir þátttakendur í menningarstarfi. 6 Bæjarbragur Hveragerðisbæjar einkennist af þróttmiklu menningarstarfi og fjölbreyttu mannlífi. Í stefnunni er lögð áhersla á menningarstarf sem mótar bæjarfélagið sem sterka heild og byggir upp sameiginlegan menningararf en áhersla er lögð á að hlúð verði að menningu, sögu og sérstöðu bæjarfélagsins. Menningarstefnan samþykkt samhljóða.
Menningarstefna Hveragerðisbæjar


Jóhanna M. Hjartardóttir menningar og frístundafulltrúi


Síðast breytt: 7. mars 2018
Getum við bætt efni síðunnar?