Fréttir
Aníta Líf íþróttamaður Hveragerðis 2017
Aníta Líf Aradóttir , lyftingakona, var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2017. Hún tók þátt í sínum stærstu alþjóðlegu mótum á árinu og var mikil reynsla að taka þátt á heimsmeistaramóti. Það sem stóð upp úr í afrekum Anítu á árinu var Norðurlandameistaratitill í -69 kg flokki. Keppnisferill Anítu er stuttur og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.
Árgangur 1950 er orðinn fjölmennastur
Elstur Hvergerðinga er Friðrik Marteinsson sem fæddur er árið 1921 og verður hann 97 ára í nóvember 2018. Næst elst er Fjóla Ólafsdóttir sem fædd er ári síðar eða 1922 en þriðji elsti Hvergerðingurinn er Guðjón Kr. Pálsson sem fæddur er árið 1924. Fimmtán Hvergerðingar eru komir yfir nírætt.
Hraðhleðslustöð í Hveragerði
Þjónusta við eigendur rafbíla jókst umtalsvert hér í Hveragerði nýverið þegar Orka náttúrunnar tók í notkun nýja hlöðu fyrir rafbílaeigendur við þjónustustöð Skeljungs í Hveragerði. Hún er búin hvort tveggja hraðhleðslu og hefðbundinni. Hlöður ON eru nú orðnar 25 talsins, í öllum landsfjórðungum og hringvegurinn verður orðinn vel fær rafmagnsbílum fyrir páska 2018.