Fara í efni

Sundlaugin Laugaskarði - sumaropnun og 80 ára afmæli

Við bjóðum í 80 ára afmæli laugarinnar þann 6. júní

Það verður fjölbreytt dagskrá m.a. dótasund, kennsla í sundtækni, vatna dans, slökun og flot. Við verðum líka með flotta tónleika. Berglind María, Sædís Lind og Kjartan gítarleikari koma fram kl. 17 síðan verður sundlaugadiskó með DJ Atla Kanil.

Tónleikarnir með KK verða 1. september.

Það stóð til að KK kæmi á afmælisdaginn en það er nauðsynlegt að fagna stóru afmæli yfir allt árið. Þann 1. september verður aftur fagnað og eru félagar í sunddeild UFHÖ sérstaklega velkomnir þennan dag. KK verður með hádegistónleika fyrir sundlaugargesti síðan verður Ester Hjartardóttir, sundþjálfari UFHÖ til margra ára, með sundæfingu fyrir gamla félaga. Gamlir sundmenn hafa stofnað hóp á fésbókinni, Sunddeild UFHÖ.

KK er löngu orðinn þjóðþekktur tónlistarmaður enda liggja eftir hann ófáar perlur dægurlagamenningar Íslendinga. Við erum að tala um Kristján Kristjánsson betur þekktan sem trúbadorinn og tónlistarmanninn KK. Hann heiðrar nú Sundlaugina Laugaskarði á 80 ára afmælinu enda vanur að stíga ölduna á sjó.

Sjáumst í sundi !


Síðast breytt: 14. maí 2018
Getum við bætt efni síðunnar?