Fara í efni

Íþrótta- og ævintýra námskeið 2018

Eins og fyrri ár verður í sumar boðið upp á íþrótta- og ævintýranámskeið fyrir börn á aldrinum 5-11 ára (fædd 2007-2012). Skipt er í tvo aldurshópa (5 og 6 ára / 7-11 ára) en hluti af námskeiðinu er samkeyrður með báðum hópum.

Áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu, leiklist og fróðleik og á dagskrá eru meðal annars óhefðbundnir íþróttaleikar, útieldun, lautarferð, leiklistaræfingar, fjallganga og heimsóknir í Hamarshöllina, söfn og fyrirtæki.

Skipulögð dagskrá er kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00, en einnig er í boði gæsla kl. 8.00-9.00 og 16.00-17.00.

Verð fyrir hvert námskeið: Fyrir heilan dag (8.00-17.00): 10.000 kr. Fyrir hálfan dag (9.00-12.00 EÐA 13.00-16.00): 6.000 kr.

ATH: Börn fædd 2012 fá frítt á námskeiðin!

Systkinaafsláttur:

  1. barn fær 50% afslátt, 3. barn fær 75% afslátt.

Skráning fer fram á mottaka@hveragerdi.is / s. 483 4000.
Fram þarf að koma:

  • Nafn og kennitala barns
  • Nafn, kennitala og símanúmer foreldris
  • Heimilisfang • Hvaða námskeið er verið að sækja um (ath. hægt er að sækja um fleiri en eitt námskeið)
  • Er sótt um: Allan daginn / Hálfan daginn, gæslu 8.00-9.00 / gæslu 16.00-17.00

Alls eru fimm 2 vikna námskeið í sumar:

  • Námskeið 1: 4.-8. júní og 11.-15. júní (10 dagar)
  • Námskeið 2: 18.-22. júní og 25.-29. júní (10 dagar)
  • Námskeið 3: 2.-6. júlí og 9.-13. júlí (10 dagar)
  • Námskeið 4: 16.-20. júlí og 23.-27. júlí (10 dagar)
  • Námskeið 5: 30. júlí – 3. ágúst og 7.-10. ágúst (9 dagar)

Námskeiðin hafa aðsetur í Bungubrekku (Breiðumörk 27a, gamla Undraland). Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með nesti fyrir morgunkaffi, hádegismat og síðdegiskaffi, eftir því sem við á. Hægt er að geyma hádegisverðinn í Bungubrekku en best er að hafa bakpoka/sundpoka fyrir morgun- og síðdegiskaffið.

Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri og með nesti (tveir kaffitímar og hádegismatur fyrir þá sem eru allan daginn)

Gæsluvöllur 2018

18.júní - 11.ágúst

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllur/róló á lóð Bungubrekku (gamla Undraland) að Breiðumörk 27a.

Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri og gott er að hafa nestisbita!

Umsjón: Elín Esther Magnúsdóttir eline@hveragerdi.is s.694-7614

Fyrir 2-6 ára (fædd 2012-2015) // Opið: Virka daga kl.13 - 16:30 (ATH - lokað "rauða daga")


Síðast breytt: 11. maí 2018
Getum við bætt efni síðunnar?