Fara í efni

Aðalfundur Garðyrkjufélags Árnesinga og fræðsluerindi

Aðalfundur Garðyrkjufélags Árnesinga verður haldinn á vorjafndægrum, þriðjudaginn 20. mars, klukkan 19:30 í húsnæði Rauða krossins að Eyrarvegi 23 á Selfossi.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Að fundarstörfum loknum flytur Embla Heiðmarsdóttir erindi sitt „Skrautgróður til ánægju og augnayndis - áskoranir og möguleikar”.

Í fyrirlestrinum sýnir Embla litríkar og upplýsandi myndir sem hún hefur aflað víða. Erindið sem fjallar um fjölæran skrautgróður flutti Embla þann 18. janúar s.l. í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla, fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Var vel mætt á fræðslukvöldið og þótti fyrirlesturinn sérlega vel heppnaður.

Árið 2016 skrifaði Embla Bs.ritgerð á sviði Umhverfisskipulags við Landbúnaðarháskóla Íslands, um möguleika í notkun fjölæringa á opnum svæðum bæjarfélaga. Embla stundaði verknám í Englandi þar sem hún lagði stund á ræktun og skipulag gróðurs með áherslu á fjölæringa. Síðustu misseri hefur hún verið í verknámi í Gróðrastöðinni Mörk. Embla hefur ríkan áhuga á að auðga áhuga Íslendinga í notkun á fjölærum garðplöntum og bjóða náttúrunni lausari taum í einkagörðum og á opinberum svæðum.

Nýir félagar velkomnir.


Síðast breytt: 8. mars 2018
Getum við bætt efni síðunnar?