Fara í efni

Fréttir

Mynd af fyrstu ábúendum í Varmahlíð

Systkinin Ingigerður og Aðalsteinn Gottskálksbörn færðu Hveragerðisbæ mynd af ömmu þeirra og afa, Guðmundi Gottskálkssyni og Helgu Ágústu Sæmundsdóttur sem voru á meðal fyrstu íbúa Hveragerðis og bjuggu í Varmahlíð frá 1929 – 1959 eða í um 30 ár.

Hveragerðisbær þakkar kærlega fyrir gjöfina en myndin mun prýða vegg í Varmahlíðarhúsinu. Húsið er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágreistu mænisþaki. Húsið hefur hlotið faglega endurgerð. Þar er nú gestaíbúð fyrir listamenn. Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamennina en óskað er eftir að listamenn kynni listsköpun sína og stuðli með þeim hætti að því að efla menningaráhuga uppvaxandi kynslóðar í Hveragerði.

Körfuboltaleikur Hamars og Fjölnis í Frystikistunni

Hamar er með forystu í einvíginu við Fjölni um sæti í úrslitum 1. deildar og geta með sigri í kvöld leikið til úrslita um sæti í Dominos deildinni. Fjölmennum og hvetjum strákana áfram í kvöld kl. 19:30.

Áfram Hamar!

Fæðingarorlof og vandi barnafjölskyldna

Bæjarráð skorar á félags- og jafnréttismálaráðherra … að hlutast til um það að lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 verði breytt með það fyrir augum að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði eða til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.

Félagsmiðstöðin með fulltrúa í Söngkeppni Samfés

60 krakkar úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli eru að fara á SamFestinginn 2017 um helgina, 24.-25. mars, en það er stórviðburður á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hátíðin fer fram í Laugardalshöllinni. Ballið er á föstudeginum frá kl. 19.00-23.00 og söngkeppnin á laugardeginum frá kl. 13.00–16.00.

Við í Skjálftaskjóli eigum fulltrúa í söngkeppninni en þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur og Hrafnhildur Hallgrímsdætur voru valdar sem eitt af þremur atriðum frá Suðurlandi til að keppa í úrslitakeppninni. Þær hafa æft af kappi undanfarið og er mikil tilhlökkun að sjá þær á stóra sviðinu. Þær munu flytja lagið "Your Song" eftir Elton John. Gígja Marín syngur, Hrafnhildur leikur á bassa og Gunnhildur á píanó og raddar með Gígju Marín.

Við óskum þeim góðs gengis og um fram allt að njóta stundarinnar á stóra sviðinu í Laugardalshöll.

Getum við bætt efni síðunnar?