Fréttir
Jólatónleikar með Sætabrauðsdrengjunum
Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, verða í jólastuði í Hveragerðiskirkju 26. nóvember kl. 17.
Miðasala á tix.is (5500) og við innganginn(5900)
Íþróttamaður ársins 2017
Kæru bæjarbúar Íþróttamaður ársins er útnefndur í sérstakri athöfn milli jóla og nýárs. Almenningi er gefinn kostur á að tilnefna íþróttamann ársins 2017. Með tilnefningu skal fylgja greinargerð um árangur og rökstuðningur fyrir tilnefningu viðkomandi.
Tilnefningar þurfa að berast fyrir 30. nóvember nk.
Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd kemur saman í byrjun desember og fer yfir tilnefningar.
Jól í bæ – viðburðadagatal 2017
Menningar- og frístundasvið er farið að taka saman viðburði tengdum jólum. Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá kirkjunnar, félaga, safna og skóla um aðventuna og jólin.
Í fyrra var fyrirtækjum boðið að vera með sína viðburði í dagatalinu og mæltist það vel fyrir.
Einnig er jólagluggaleikurinn orðinn hefð sem er samvinnuverkefni bæjarins og margra fyrirtækja í bænum.
Verið í bandi ef þið eruð með viðburð sem þið viljið kynna í viðburðadagatalinu eða ef þið viljið vera með jólaglugga í ár.