Fara í efni

Fréttir

Upplýsingar um fráveitu

Rétt er að minna á að ekki er heimilt að veita nokkru því fráveituna, er valdið getur skemmdum á henni eða truflað rekstur hennar. Sérstaklega þurfa íbúar að vera vakandi fyrir því að mengandi efni fari ekki í regnvatslögnina Ekki á að þurfa að taka fram alla þá aðskotahluti sem ekki mega fara í salernið. En mikilvægt er að muna að í salernið á eingöngu að fara það sem það er hannað til að sinna!


Ný íbúðabyggð rís á Eden reitnum

Nýtt deiliskipulag vegna íbúðabyggðar á Eden- og Tívolíreitunum hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Í kjölfarið hefur verið gengið frá samkomulagi við Suðursali ehf um uppbyggingu á svæðinu. Heildarfjöldi íbúða verður 60-70 í tveggja til þriggja hæða fjölbýlishúsum með tveggja til fjögurra herbergja íbúðum frá 60-100m2 að stærð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á haustmánuðum.


Fegurstu garðar 2017

Viðurkenningar fyrir fegurstu garðana verða veittar í Hveragarðinum á morgun og verða garðarnir til sýnis á sunnudaginn, 25. júní.

Landsmót UMFÍ 50+ um næstu helgi

Fjölbreytt dagskrá er samhliða íþróttakeppninni á Landsmóti 50+ í Hveragerði um komandi helgi. Tónlistarviðburðir, sýningar og opnar vinnustofur um allan bæ. Enn er opið fyrir skráningar í einstaka greinar og er um að gera að kynna sér það á heimasíðu UMFÍ.

Getum við bætt efni síðunnar?