Fara í efni

Forstöðumaður frístundaskóla og félagsmiðstöðvar óskast !

Óskað er eftir drífandi, hugmyndaríkum og ábyrgum einstaklingi í 100% stöðu til að leiða starf barna og unglinga í Hveragerði.

Í starfinu felst eftirfarandi:

  • Hafa yfirumsjón með frístundaskóla grunnskólans en þar er veitt þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk eftir að skóla lýkur á daginn. Hlutverk frístundaskólans er að skapa yngstu nemendum grunnskólans tryggan samverustað eftir að skóla lýkur þar sem tekið er þátt í skipulögðum tómstundum, frjálsum leik úti og inni og hvíld.
  • Hafa yfirumsjón með starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls. Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára í frítíma þeirra. Lögð er áhersla á að ná til sem flestra og bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni. Félagsmiðstöðin hefur verið opin tvisvar í viku.
  • Taka þátt í stefnumótun til framtíðar í málaflokknum og leiða uppbyggingu og skipulagningu starfseminnar í nýjum húsakynnum sem flutt verður í á haustmánuðum 2017.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldismenntun eða sambærileg menntun er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum og /eða unglingum er skilyrði
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð ásamt framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði
  • Almenn tölvukunnátta er skilyrði
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Hveragerðisbæjar

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sævar Þór Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði í síma 660-3906, saevar@hveragerdi.is og Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi í síma 660-3911, jmh@hveragerdi.is

Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði fyrir 18.júlí 2017.

!file


Síðast breytt: 23. júní 2017
Getum við bætt efni síðunnar?