Fréttir
Körfuboltaleikur Hamars og Fjölnis í Frystikistunni
Hamar er með forystu í einvíginu við Fjölni um sæti í úrslitum 1. deildar og geta með sigri í kvöld leikið til úrslita um sæti í Dominos deildinni. Fjölmennum og hvetjum strákana áfram í kvöld kl. 19:30.
Áfram Hamar!
Fæðingarorlof og vandi barnafjölskyldna
Bæjarráð skorar á félags- og jafnréttismálaráðherra … að hlutast til um það að lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 verði breytt með það fyrir augum að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði eða til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.
Félagsmiðstöðin með fulltrúa í Söngkeppni Samfés
60 krakkar úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli eru að fara á SamFestinginn 2017 um helgina, 24.-25. mars, en það er stórviðburður á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Hátíðin fer fram í Laugardalshöllinni. Ballið er á föstudeginum frá kl. 19.00-23.00 og söngkeppnin á laugardeginum frá kl. 13.00–16.00.
Við í Skjálftaskjóli eigum fulltrúa í söngkeppninni en þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur og Hrafnhildur Hallgrímsdætur voru valdar sem eitt af þremur atriðum frá Suðurlandi til að keppa í úrslitakeppninni. Þær hafa æft af kappi undanfarið og er mikil tilhlökkun að sjá þær á stóra sviðinu. Þær munu flytja lagið "Your Song" eftir Elton John. Gígja Marín syngur, Hrafnhildur leikur á bassa og Gunnhildur á píanó og raddar með Gígju Marín.
Við óskum þeim góðs gengis og um fram allt að njóta stundarinnar á stóra sviðinu í Laugardalshöll.
Erfðafesta á Friðarstöðum innleyst
Samkomulag hefur verið undirritað á milli Hveragerðisbæjar og ábúenda á Friðarstöðum um að bæjarfélagið leysi til sín eignir á jörðinni Friðarstöðum, Hveragerðisbæ, Munu ábúendur fá greiddar 63.020.003,- vegna ábúðarlokanna.