Fara í efni

Gísli á Uppsölum í Skyrgerðinni

Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann.

Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.

Nú kemur þessi rómaða sýning til Hveragerðis. Það er menningar-, íþrótta- og frístundasvið sem hefur milligöngu um sýninguna sem verður föstudaginn 27. október kl.20.00 í Skyrgerðinni.

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Dramatúrg: Símon Birgisson
Tónlist: Svavar Knútur
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Hér má sjá nánari upplýsingar um sýninguna: http://www.komedia.is/leikarid/Gisli_a_Uppsolum/


Síðast breytt: 30. ágúst 2017
Getum við bætt efni síðunnar?