Fara í efni

Fréttir

Starfsmaður óskast í íþróttamannvirki

Hveragerðisbær óskar eftir starfsmanni í íþróttamannvirki - sundlaug

Um er að ræða 100% starf sem felur m.a. í sér eftirliti með tækjabúnaði, baðgæslu í karlaklefa, laugargæslu, þrifum og afgreiðslustörfum. Unnið er á vöktum.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ánægju af því að starfa innan um börn, sé reglusamur, búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni og snyrtimennsku.

Gerð er krafa um að starfsmaður standist kröfur um hæfnispróf sundstaða. Æskilegur aldur 20 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, http://jmh@hveragerdi.is/

Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttöku bæjarskrifstofu. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst

Nýjar reglur um innritun barna á leikskóla

Nýjar reglur um innritun barna á leikskóla voru samþykktar á síðasta fundi bæjarstjórnar og hafa nú tekið gildi. Breytingar urðu á umsóknarferli sem er nú ekki lengur háð aldri barnsins þegar sótt er um leikskólapláss.

Hreyfivikan - Move week

Það er fjölbreytt dagskrá í hreyfiviku UMFÍ, MOVE WEEK, í Hveragerði. En hún hefst á mánudaginn 29. maí. Kynnið ykkur dagskrána og tökum þátt. Þetta er í fimmta sinn sem við í Hveragerði tökum þátt í þessari Evrópsku lýðheilsuviku og hefur dagskráin aldrei verið eins fjölbreytt.

Nú er tilvalið að fjölskyldan taki höndum saman og hreyfi sig af krafti þess viku

Sjá dagskrána í Hveragerði hér

Getum við bætt efni síðunnar?