Fara í efni

Kvennahlaupið 18. júní

Kvennahlaupið verður sunnudaginn 18. júní og er hlaupið frá sundlauginni í Laugaskarði kl 11.00.
Upphitun hefst kl 10.45. Í boði er að hlaupa tvær vegalengdir 3 km og 6 km. Að hlaupi loknu býður Hveragerðisbær öllum þátttakendum í sund.
Hægt er að skrá sig í hlaupið en það er gert með því að kaupa kvennahlaupsbol í dag föstudag milli 14-18 og kostar kr. 2000. Skráningin fer fram fyrir utan Bónus að Sunnumörk 2.

Hvetjum allar konur að fjölmenna í hlaupið.

Skokkhópur Hamars.


Síðast breytt: 16. júní 2017
Getum við bætt efni síðunnar?