Fara í efni

Naktir í náttúrunni í Þjóðleikhúsinu

Sýning Leikfélags Hveragerðis, Naktir í náttúrunni var valin áhugaverðasta sýning áhugaleikfélaga á landinu. Þeirri útnefningu fylgir sá heiður að fá að sýna eina sýningu í Þjóðleikhúsinu og verður sýningin þann 15. Júní kl 19.30.

Leikfélaginu og leikurum þess er sýndur mikill heiður og sómi með þessu vali og verður sýningin í Þjóðleikhúsinu án vafa hápunktur margra á listaferlinum enda er spennan í algleymi að stíga á stóra svið Þjóðleikhússins. Heiðurinn er einnig bæjarfélagsins alls en hér hefur leiklist blómstrað óslitið í 70 ár og fjölmörg verk verið upp á fjölum hinna ýmsu húsa í bænum. Hveragerði hefur enda löngum verið menningar og blómabær.

Það væri vel til fundið að Hvergerðingar fylgdu leikfélagsfólkinu í Þjóðleikhúsið og sýndu þannig stuðning sinn í verki og þakklæti fyrir óeigingjarnt starf félaganna í áraraðir um leið og við njótum góðrar kvöldstundar saman.

Miðar eru pantaðir í miðasölu Þjóðleikhússins, síma: 551-1200 eða á heimasíðunni http://www.leikhusid.is


Síðast breytt: 29. maí 2017
Getum við bætt efni síðunnar?