Ljósmyndasýningin STEYPA 2017
Ljósmyndasýningin STEYPA er árlegur viðburður á Íslandi og er sýningin nú haldin í fimmta sinn. Áður hefur STEYPA verið sett þrisvar upp í Djúpavík á Ströndum, en á síðasta ári fann STEYPA sér stað í Ólafsvík. Sýningarnar hafa allar vakið verðskuldaða athygli og hafa allt að 10 ljósmyndarar sýnt myndir sínar ár hvert.
Þátttakendur STEYPU 2017 eru 10 ljósmyndarar, bæði íslenskir og erlendir, sem og endranær. Þeir sýna verk sín í Hveragerði og Reykholti í Biskupstungum. Ljósmyndir þeirra lýsa allar persónulegri sýn ólíkra listamanna á náttúru Íslands, fólkinu og menningunni.
Í Hveragerði er myndum allra ljósmyndaranna 9 komið fyrir í gróðurhúsi innan um framandi plöntur Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem þær mynda óvenjulega heild.
Myndir tveggja ljósmyndaranna verða einnig til sýnis í veitingahúsinu Mika í Reykholti í Biskupstungum.
!img-:30%
STEYPA opnaði 1. júni og stendur í allt sumar, en sýningunni líkur 31. ágúst. Gróðurhúsið í Hveragerði er opið á virkum dögum frá 8-4. Veitingastaðurinn Mika í Reykholti í Biskupstungum er opinn daglega frá 11:30 – 21:00.
Frítt er inn á STEYPU á báðum stöðum.
Ljósmyndaranir sem taka þátt í STEYPU 2017 eru Anna Grevenitis (USA), Claudia Kerns (þýsk.), Claus Sterneck (Ísland, Þýsk.), Frédérique Larousserie (Frakkl.),Gabrielle Motola (USA/UK), Julia Kozakiewicz (Poland), Michael Koenigshofer (Austurr.), Nanne Springer (Kanada), Thomas Verfaille (Belgium) og Valdimar Thorlacius (Hveragerdi)
Til að kynnast ljósmyndurunum og myndum þeirra er áhugasömum bent á að skoða þræðina:
http://www.steypaphoto.com
http://www.facebook.com/steypaphoto
info@steypaphoto.com
!img:30%
!file