Nýjar reglur um innritun barna á leikskóla
Börn frá 12 mánaða til 6 ára fá úthlutað leikskólapláss en heimilt er að taka inn yngri börn ef pláss leyfir, þó aldrei yngri en 9 mánaða. Úthlutun á leikskólaplássi fer almennt fram á tímabilinu mars - júní og því er mikilvægt að foreldrar sæki um sem fyrst svo að hægt sé að ráðstafa plássum eftir forgangi. Forgangur er eftir fæðingardegi barns, þau elstu fá fyrst inn. Forgangur af öðrum ástæðum er veittur að uppfylltum ákvæðum sem er gert grein fyrir í reglunum.
!img-:100
Áður mátti sækja um leikskólapláss frá 12 mánaða aldri barnsins en nú hefur því verið breytt þannig að foreldrar geta nú skilað inn umsókn um leikskólapláss frá fæðingardegi barns eða um leið og kennitala barns hefur verið skráð. Því eru foreldrar ungra barna hvattir til að sækja um sem fyrst svo að hægt sé að skipuleggja starf og innritun á nýjum leikskóla í haust.
!-img:100 Við viljum einnig minna á að þeir sem eru að flytja í Hveragerði geta sótt um leikskólapláss þó lögheimili sé ekki enn skráð í sveitarfélaginu og þarf að taka það sérstaklega fram með umsókninni.
Skoða nýjar reglur um innritun og gjöld á leikskóla
Sækja um leikskólapláss - Eyðublað
Umsóknum má skila á bæjarskrifstofur, Sunnumörk 2 eða senda þær undirritaðar á mottaka@hveragerdi.is