Fara í efni

Kvöld- og helgarþjónusta heimaþjónustu er hafin

Þann 1. maí síðastliðinn hóf Hveragerðisbær að veita félagslega heima þjónustu á kvöldin og um helgar. Þeir sem þurfa að nýta þessa þjónustu eru metnir af félagsráðgjafa sem ákvarðar þörfina, læknisvottorð skal liggja fyrir ef um heilsufarsástæður er að ræða. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hverskonar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu og félagslegan stuðning með það að markmiði að aðstoða viðkomandi við að búa sem lengst heima við sem eðlilegastar aðstæður.

Ef óskað er eftir félagslegri þjónustu á kvöldin og / eða um helgar þá vinsamlegast snúið ykkur til félagsþjónustu Hveragerðisbæjar í síma 483-4000.

Er það von bæjarstjórnar að með þessari auknu þjónustu verði lífsgæði þeirra sem á þurfa að halda enn betri en nú er.


Síðast breytt: 6. júní 2017
Getum við bætt efni síðunnar?