Fara í efni

Fréttir

Mynd af fyrstu ábúendum í Varmahlíð

Systkinin Ingigerður og Aðalsteinn Gottskálksbörn færðu Hveragerðisbæ mynd af ömmu þeirra og afa, Guðmundi Gottskálkssyni og Helgu Ágústu Sæmundsdóttur sem voru á meðal fyrstu íbúa Hveragerðis og bjuggu í Varmahlíð frá 1929 – 1959 eða í um 30 ár.

Hveragerðisbær þakkar kærlega fyrir gjöfina en myndin mun prýða vegg í Varmahlíðarhúsinu. Húsið er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágreistu mænisþaki. Húsið hefur hlotið faglega endurgerð. Þar er nú gestaíbúð fyrir listamenn. Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamennina en óskað er eftir að listamenn kynni listsköpun sína og stuðli með þeim hætti að því að efla menningaráhuga uppvaxandi kynslóðar í Hveragerði.

Getum við bætt efni síðunnar?