Fara í efni

Handverk og hugvit með tryggt húsnæði

Í dag átti bæjarstjóri góðan fund með þeim Hrönn Waltersdóttur og Steinunni Helgadóttur frá félaginu Handverk og hugvit undir Hamri en sá félagsskapur hefur afnot af hluta af Egilsstöðum (Gamla barnaskólanum) fyrir starfsemi sína. Á fundinum var rætt um starfsemi félagsins en auk þess var undirritaður samningur á milli bæjarfélagsins og félagsins þar sem félaginu eru tryggð áframhaldandi afnot af Egilsstöðum með sama hætti og verið hefur.

Það er gaman að sjá hversu vel þetta aldna hús er nú nýtt fyrir skapandi starfsemi og ljóst að það er kraftur í listamönnum hér í Hveragerði.


Síðast breytt: 20. mars 2018
Getum við bætt efni síðunnar?