Fréttir
Fegurstu garðar 2017
Viðurkenningar fyrir fegurstu garðana verða veittar í Hveragarðinum á morgun og verða garðarnir til sýnis á sunnudaginn, 25. júní.
Landsmót UMFÍ 50+ um næstu helgi
Fjölbreytt dagskrá er samhliða íþróttakeppninni á Landsmóti 50+ í Hveragerði um komandi helgi. Tónlistarviðburðir, sýningar og opnar vinnustofur um allan bæ. Enn er opið fyrir skráningar í einstaka greinar og er um að gera að kynna sér það á heimasíðu UMFÍ.
Starfsmaður óskast í íþróttamannvirki
Hveragerðisbær óskar eftir starfsmanni í íþróttamannvirki - sundlaug
Um er að ræða 100% starf sem felur m.a. í sér eftirliti með tækjabúnaði, baðgæslu í karlaklefa, laugargæslu, þrifum og afgreiðslustörfum. Unnið er á vöktum.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi ánægju af því að starfa innan um börn, sé reglusamur, búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni og snyrtimennsku.
Gerð er krafa um að starfsmaður standist kröfur um hæfnispróf sundstaða. Æskilegur aldur 20 ára og eldri.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, http://jmh@hveragerdi.is/
Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttöku bæjarskrifstofu. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst
Nýjar reglur um innritun barna á leikskóla
Nýjar reglur um innritun barna á leikskóla voru samþykktar á síðasta fundi bæjarstjórnar og hafa nú tekið gildi. Breytingar urðu á umsóknarferli sem er nú ekki lengur háð aldri barnsins þegar sótt er um leikskólapláss.