Fara í efni

Opið hús á bæjarskrifstofu og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

Opið hús á bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Hveragerðisbæjar hefur flutt í nýtt húsnæði að Breiðumörk 20.

Föstudaginn 17. nóvember milli kl. 15:00 og 17:00 gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að skoða húsnæðið og kynna sér starfsemi bæjarskrifstofu.

Opið hús hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur flutt starfsemi sína að Fljótsmörk 2 hér í Hveragerði. Starfsemin sem þar fer fram verður kynnt og húsnæðið verður til sýnis á sama tíma og hjá bæjarskrifstofu eða föstudaginn 17. nóvember milli kl. 15:00 og 17:00.

Á báðum stöðum verður boðið uppá léttar veitingar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Bæjarstjóri


Síðast breytt: 10. nóvember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?