Fara í efni

Senn koma jólin

Jólagluggar

Undanfarin ár hafa fyrirtæki og stofnanir skreytt sérstaka dagatalsglugga og er opnaður einn gluggi á dag í desember fram að jólum. Hver gluggi er skreyttur með ákveðnu þema tengt jólum og er jólabók við hvern glugga sem útskýrir táknið. Fjölmargir hafa lagt leið sína um bæinn að skoða gluggana og tekið þátt í jólaratleiknum. Það var Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is sem er hugmyndasmiður jólabókanna og hafði hún veg og vanda að hönnun táknanna og textanum sem fylgja hverju tákni. Fleiri viðburðir tengdir jólum verða kynntir síðar, sjá http://hveragerdi.is/

Eigið ánægjulegar stundir við undirbúning jólanna

Jóhanna M. Hjartardóttir
menningar- og frístundafulltrúi


Síðast breytt: 20. nóvember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?