Fara í efni

Góðgerðadagur Grunnskólans í Hveragerði

Föstudaginn 1.12.17 verður góðgerðardagur Grunnskólans í Hveragerði.

Nemendur og starfsmenn kusu um hvaða málefni skuli styrkt þetta árið og varð Barnaspítai Hringsins fyrir valinu.

Frá kl. 9:00 opnar glæsilegt kaffihús í mötuneyti skólans þar sem gestir og gangandi geta fengið sér morgunkaffi og með því.

Klukkan 9:30 verður gangasöngur og afmælisdagskrá í tilefni af 70 ára afmæli skólans.

Frá kl. 9:45 til 11.30 verður markaðstorg/opið hús í skólanum og hinir ýmsu glæsimunir til sölu á sölubásum víðsvegar um skólahúsnæðið. Leikjastöðvar, lukkuhjól og fleira skemmtilegt.

ENGINN POSI - allir með reiðufé.

https://www.youtube.com/watch?v=AwDIPKLfatk


Síðast breytt: 29. nóvember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?