Fara í efni

Fegurstu garðar 2017

Í Hveragerði er að finna marga fallega og snyrtilega garða sem prýða blómabæinn okkar og hefur Hveragerðisbær árlega veitt viðurkenningu fyrir fegurstu garðana í Hveragerði.




Umhverfisnefnd var falið að skoða tilnefnda garða og hefur nefndin nú valið þrjá fegurstu. Eftirtaldir garðar voru valdir:

Heiðmörk 31 í eigu hjónanna Ingibjargar Sigmundsdóttur og Hreins Kristóferssonar.

Réttarheiði 24 í eigu hjónanna Elínar Brynju Hilmarsdóttur og Eyjólfs K. Kolbeins.

Heiðmörk 53 í eigu hjónanna Sigríðar Elísabetar Sigmundsdóttur og Péturs Inga Frantzsonar.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Hveragarðinum á morgun (föstudaginn 23. júní) þar sem Björn Þórarinsson (Bassi) mun spila nokkur lög á harmonikku. Athöfnin hefst klukkan 17:00 og við bjóðum alla velkomna.

Verðlaunagarðarnir verða svo opnir gestum og gangandi á sunnudaginn (25. júní) milli 14 og 17 og verður heitt könnunni. Við hvetjum sem flesta til að kíkja við og skoða þessa glæsilegu garða sem eru vel að titlinum komnir.

Þrír aðrir fallegir garðar verða til sýnis á sama tíma en þeir eru eftirtaldir:

Kambahraun 11 í eigu Kristínar Ólafsdóttur og Kristjáns Jónssonar
Lyngheiði 1 í eigu Áslaugar Einarsdóttur og Péturs Reynissonar
Borgarhraun 36 í eigu Unnar Þormóðsdóttur og Halldórs Ásgeirssonar

Staðsetningar garða má sjá merktar hér á korti.

Hveragerðisbær óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju.


Síðast breytt: 22. júní 2017
Getum við bætt efni síðunnar?