Upplýsingar um fráveitu
Í ljósi umræðu í fjölmiðlum um fráveitur og mengun frá þeim er rétt að eftirfarandi komi fram.
Í Hveragerði rekur sveitarfélagið fráveitu og veitir fráveituvatni um fráveitulagnir frá byggð til viðtaka. Einföld fráveita veitir skólpi í fráveitumannvirkið á bökkum Varmár en ofanvatnslögn leiðir regnvatn af þökum, götum og bílaplönum í ræsi sem fer í Varmá.
Það er rétt að minna á að ekki er heimilt að veita nokkru því fráveituna, er valdið getur skemmdum á henni eða truflað rekstur hennar að mati umsjónarmanns veitunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þannig má ekki hella í niðurföll til dæmis vökvum sem innihalda mikið af fitu, súrum vökvum, vökvum sem eru heitari en 40° c, mælt í götubrunni, olíu, bensíni, eða öðrum efnum, sem hætta eða óþægindi geta stafað af.
Sérstaklega þurfa íbúar að vera vakandi fyrir því að mengandi efni fari ekki í regnvatslögnina í gegnum ræsi í götum og bílaplönum en slíkt getur orsakað mengun eins og við nú verðum vitni að í fjölmiðlum.
Gerist slíkt slys er mikilvægt að slíkt sé tilkynnt á bæjarskrifstofu svo hægt sé að bregðast við menguninni með viðeigandi hætti.
Ekki á að þurfa að taka fram alla þá aðskotahluti sem ekki mega fara í salernið. En mikilvægt er að muna að í salernið á eingöngu að fara það sem það er hannað til að sinna!
Bæjarstjóri.