Fara í efni

Listamannahúsið Varmahlíð

Myndlistarmenn – Rithöfundar - Tónlistarmenn

Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og eldunartækjum. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu en kynna sína listgrein í samfélaginu.

Óskað er eftir skriflegum umsóknum, sem sendist til menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða rafrænt til jmh@hveragerdi.is . Í umsókn þarf að koma fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur.

Úthlutun dvalartímabila mun fara fram frá janúar n.k. til og með desember 2018, mánuð í senn.
Nánari upplýsingar hjá menningar- og frístundafulltrúa s. 483 4000

Umsóknareyðublöð eru að finna hér
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember n.k.


Síðast breytt: 7. nóvember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?