Fara í efni

1.316.000,- til Barnaspítala Hringsins

Eftirfarandi er af heimasíðu grunnskólans:

Það er alltaf hátíðleg stund þegar nemendur koma saman og syngja inn jólin ásamt gestum og gangandi. Í ár voru heiðursgestirnir stjórn Hringsins, en félagið hefur það markmið að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Nemendur skólans héldu góðgerðardag þann 1. desember síðastliðinn og seldu ýmsar afurðir sem unnar höfðu verið á góðgerðardögum skólans. Í dag var svo komið að því að afhenda upphæðina sem hafði safnast.

Gígja Marín Þorsteinsdóttir formaður nemendafélags GíH og Tryggvi Hrafn H. Tryggvason yngsti nemandi skólans (sem verður 6 ára 30. des) afhentu Sonju Egilsdóttur formanni Hringsins táknrænt skjal fyrir millifærslu upp á 1.316.000 kr. til Barnaspítalans.

Mikill fjöldi fólks mætti á þessa stund og undir lokin var tekið hressilega undir jólalögin sem sungin voru.

Við þökkum öllum þeim sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna, sem og þeim sem studdu okkur í tengslum við góðgerðardaginn.

Myndirnar frá góðgerðardeginum eru teknar af bæjarstjóra.


Síðast breytt: 23. desember 2017
Getum við bætt efni síðunnar?