Fara í efni

Auka græn tunna ókeypis út árið ef þarf

Hvergerðingar senda minnst rusl til urðunar af öllum sveitarfélögum á Suðurlandi og hér í bæ er einnig mesta söfnun lífræns úrgangs og plasts á Suðurlandi. Þessar upplýsingar komu fram í máli Stefáns Gíslasonar, umhverfisfræðings sem hélt áhugaverðan fyrirlestur hér í Hveragerði nýverið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. apríl s.l. ákvað bæjarstjórn að styðja enn frekar við hugmyndir um frekari fræðslu og upplýsingar um endurnýtingu og endurvinnslu til íbúa. Til að styðja enn frekar við þá íbúa sem eru duglegir að flokka ákvað bæjarstjórn að þeir íbúar sem þess þyrftu gætu fengið auka græna tunnu endurgjaldslaust að heimili sínu. Um tilraun er að ræða til loka árs 2018. Áhugasamir geta haft samband við bæjarskrifstofu í síma 483-4000 og skráð sig fyrir aukatunnu sem keyrð yrði út von bráðar.

Vonast bæjarstjórn til að þessi aðgerð verði til að auka flokkun í bæjarfélaginu enn frekar en nú er.

Bæjarstjóri


Síðast breytt: 17. apríl 2018
Getum við bætt efni síðunnar?