Plokkhátíð
Sunnudaginn 28 apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá taka íbúar sig saman og rækta umhverfi og líkama með því að hlaupa (eða ganga) um og tína eða „plokka“ upp rusl. Við hér í Hveragerði ætlum okkur svo sannarlega að taka þátt því þó bærinn okkar sé yfirleitt snyrtilegur þá má alltaf gera betur, sérstaklega nú í lok vetrar þegar ýmislegt getur komið í ljós.
Komið verður saman í lystigarðinum klukkan 10 á sunnudagsmorgun þar sem fólk getur nálgast poka og tínur eftir þörfum en einnig upplýsingar um svæði sem gott væri að taka fyrir.
Starfsmenn bæjarins aðstoða svo með að hirða ruslapokana.
Á eftir verður boðið upp á létta hressingu.
Við hvetjum alla til að mæta og fegra bæinn sinn nú þegar sumrið er á næsta leyti.
Umhverfisnefnd
!img