Eyþór er formaður Héraðsnefndar Árnesinga
Á fundi Héraðsnefndar Árnesinga sem fram fór á Selfossi þann 16. júlí var skipað í nefndir og ráð fyrir stofnanri Héraðsnefndar. Á fundinum var Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði kosinn formaður fulltrúaráðs héraðsnefndar. Eyþór var einnig kosinn formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu til næstu tveggja ára.
Má segja að hér sé um ákveðin tímamót að ræða en formaður héraðsnefndar hefur ekki verið Hvergerðingur eins lengi og elstu menn á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar muna og mögulega aldrei frá stofnun nefndarinnar !
Á myndinni má sjá Eyþór og Árna Eiríksson, Flóahreppi sem var kjörinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Kjartan Björnsson og Helgi Haraldsson frá Árborg og Rakel Sveinsdóttir, Ölfushreppi.
Er þeim öllum óskað innilega til hamingju með kjörið.